föstudagur, 30. mars 2007

Erfið en góð vika að baki

Jæja kominn tími á nýja færslu...er búin að vera að bíða og bíða eftir nýrri en enginn hefur gert neitt...svo ég tók þetta að mér! Var að koma úr skólanum þar sem ég var að halda 30% fyrirlestur í ónæmisfræði Takk fyrir takk!! ég er búin að vera stressuð yfir þessu núna í næstum tvær vikur því þeir nemendur sem voru búnir að halda sinn fyrirlestur á undan mér voru pumpaðir og pumpaðir ekki bara úr efni greinarinnar sem þau heldu fyrirlesturinn úr heldur einnig um almenna þekkingu á námsefninu SHIT, ég sem er NÝbúin að taka bókina mína úr plastinu og ekki lesa einn staf í henni! En allt gekk vel í dag, enda eyddi ég síðustu tveim vikum bara í þetta! Greyjið mamma og pabbi þurftu að hlusta á rausið í mér um IL-4, IL-5, IL-10, IL-12 og CD4+ T frumur og naive frumur, IFN gamma, NF-kappa beta og margt fleira, en það skilaði sér í dag og ég er ekki frá því að kennarinn hafi bara verið nokkuð sáttur við mig, enda svaraði ég öllum spurningunum hans og upp hófst mikið umræða okkar á milli og hinir nemendurnir vissu ekkert hvað var í gangi!



Svo ég get farið nokkuð sátt í þessa helgi og komandi páskafrí enda leiðinleg en velheppnuð vika að baki þar sem ég flutti einn annan fyrirlestur fyrr í vikunni og kennarinn hrósaði mér fyrir mikinn skilning :) og ég skilaði Thailandsritgerðinni minni um Macaca nemestrina apakettina hressu! Svo þrátt fyrir einmanalega afmælishelgi framundan er ég sátt...



Svo er ég að fara að vinna síðasta daginn minn í Knickerbox núna kl 15!! ótrúlegt að ég sé búin að vinna þarna í 4 ár!! Það sem verða kannski mestu viðbrigðin er að ég þarf að borga FULLT verð fyrir nærfötin mín í framtíðinni!! ó mæ! ég er svo vön að eiga alltaf yfirdrifið nóg af nýjum nærfötum...þetta verður erfitt

Kveðja
Anna María

sunnudagur, 25. mars 2007

Gamlir góðir tímar...

alltaf gaman að rifja upp...


fór þetta of langt eða gera vinir bara svona?


Kveðja
Anna María

föstudagur, 23. mars 2007

Hvaða rósir gerir ofurbloggarinn Kári í sinni fyrstu færslu?

Ég er alla vega blaut á milli brjóstanna.

miðvikudagur, 21. mars 2007

ég er orðin spennt!!!



Sælinú!

langaði aðeins að tjá mig um það hvað ég er orðin hrikalega spennt fyrir svaðilförinni minni sem ég fer í eftir tvo mánuði!! Er búin að fara í allar bólusetningarnar og er líka eins og gangandi nálapúði....svo þarf ég að taka malaríutöflur allan tímann þarna og éta ofnæmislyf bara til öryggis...ætli ég þurfi svo ekki að taka e-r lyf til að hafa stjórn á maganum og öllu í því kerfi þar sem ég mun borða AAALLT öðruvísi mat en ég er vön...úff og þið sem þekkið mig vitið að það er ekkert auðvelt að koma hverju sem er upp í mig! Ætli ég eigi ekki eftir að lifa á hrísgrjónum og ávöxtum...þeim sem ég þori að borða!
Anyways...langaði líka að segja ykkur frá því nýjasta sem ég var að ákveða að gera þarna úti og það er að fara í búddamusteri þar sem munkar ala upp tígrisdýr...

http://www.tigertemple.org/Eng/index.php

Jams...annars eru það bara fjallgöngur í frumskógum og leðjuskógum, fílareið og kóralskoðun....svo síðustu vikuna er afslöppun á einhverri af eyjunum á þessari síðu

http://www.phuket.com/islands/index.htm

annars erum við líka að vinna í því að kíkja yfir til Kambódíu...ekkert ákveðið samt!
Annars er ég orðin of spennt! Takk fyrir að hlusta...varð að koma þessu af mér :)

Kveðja
Anna María

þriðjudagur, 20. mars 2007

nokkrar myndir.

Jæja Brynjar...ask and you shall recieve. Ekki tók ég margar myndir um laugardagskvöldið og ótrúlegt að þessar fáar myndir sem voru teknar eru flestar ansalegar myndir af mér að dansa...en hérna eru nokkrar skemmtilegar af okkur.

mánudagur, 19. mars 2007

....Eilíft líf

Ég er bara nokkuð ánægður með þessa breytingu á síðunni. Sú gamla var orðin nokkuð þreytt. Þó að ég kunni lítið á þetta kerfi þá lærist það vonandi fljótt.


Nýtt líf

Jæja elsku vinir...komin ný síða...nýtt líf!

Vona að allir sem hafa aðgang hér verði öflugir á komandi tímum..... :)
Þeir sem eru með aðgang eru: Anna María, Eva, Stína, Binni, Andri og Kári! Bætum fleirum við ef þeir bæta sig :)


Andri og lyklaborðið í dirty dansi

Kveðja
Anna María