Benjamín, Katrín, Eiríkur, Sesar, Róbert, Hr. Róbinson o.fl. Hverjir muna ekki eftir þessum ógleymalegu nöfnum sem glöddu þá sem höfðu Stöð 2 fyrir allnokkrum árum síðan. Þessir þættir hétu Skot og mark og voru sýndir á laugardögum í kringum hálf ellefu á morgnanna.
Ógleymanlegt atvik í landskeppninni á Ítalíu þegar Sesar krumpar gosflöskuna. Líka þegar Benjamín skorar úrslitamarkið í úrslitaleiknum með arnarskotinu. Það var svo fast að það kom gat á netið og boltinn myndaði svart far á vegginn aftan við markið. Annað atriði þegar Sesar eða einhver annar skaut svo fast að marki okkar manns. Skotið var það fast að markmaðurinn sem varði það, hélt ekki boltann, heldur rann aftur á bak með boltann á milli handanna. Þá komu nokkrir liðsfélagar og ýttu á bakið á markmanninum þannig að hann myndi ekki renna með boltann inn í markið.

Góð frönsk síða með nokkrum þáttum!!
http://www.dailymotion.com/videos/relevance/search/Moero!+Top+Striker/1