laugardagur, 28. apríl 2007

Gimpin

Jæja, maí nálgast og þá fer að bera meira á kynjaverum sem láta sjá sig tvisvar á ári, íþróttagallagimpin. Þau ganga um helztu bókasöfn bæjarins, annaðhvort á sokkunum eða í inniskóm, og í brjálæðislega „þægilegum“ fötum. Og af hverju ganga þau um? Nú, þau eru að fara á klósettið að fylla vatn á gosflöskurnar sínar. Ef gimpið er kvenkyns er alger undantekning ef hún hefur fyrir því að mála sig í framan.

Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þessi gimp eru alls ekki eins framandi halda mætti við fyrstu sýn. Já, það kemur í ljós að þetta eru vinir manns og kunningjar, fólk sem er fullkomlega venjulegt í janúar, febrúar, marz, júní, júlí, ágúst, september, október og nóvember. Þau umturnast bara í kringum próf! Og til eru dæmi þess að bera fari á þessu tveim vikum fyrir próf (sjá athugasemdir við sítt að aftan-færslu hér fyrir neðan). Þótt manni finnist þetta fólk ókunnugt verður ekki komizt hjá því að krefjast svara: „Hvað hefur komið fyrir þig?“ Svörin eru oftast á þá leið að þetta sé svo þægilegt og að ekki sé hægt að komast í gegnum próf án þess að haga sér svona.

a) Ef þetta er svona þægilegt, af hverju ekki að vera svona alltaf?
b) Ómáluð stelpa í tvær vikur skemmir fyrir hálfs árs vinnu hennar að mála sig á hverjum degi.
c) Gimpin ættu að hætta þessu helvítis bulli um að vorpróf séu rosaleg þrekraun! Og hvað, munu einhverjar þægilegar buxur koma þeim yfir erfiðasta hjallann? Eða eru fötin og málningarleysið leið til að fá aðra til að halla undir flatt og hugsa „æ, þessi er að ganga í gegnum enn eina prófatörnina, bezt að vorkenna svolítið“?

Þegar ég sé svona jogginggimp hugsa ég: „hvílíkt gimp!“

Já, þau fá mig til að nota svo til útdautt slangur.

laugardagur, 21. apríl 2007

þessi tími kominn einu sinni enn...

Er ekki komið að þessari blessuðu prófatörn aftur....?

23. apríl -Mánudagur
24. apríl - þriðjudagur
25. apríl - miðvikudagur
26. apríl - fimmtudagur
27. apríl - föstudagur
28. apríl - laugardagur
29. apríl - sunnudagur
30. apríl - mánudagur: Framleiðsluferli (Brynjar), Íslensk beygingar- og orðmyndunarfræði (Kári)
1. maí - þriðjudagur: Anna Úrsúla 22 ára!

2. maí - miðvikudagur: Þróunarfræði (Anna María)
3. maí - fimmtudagur: Sveiflufræði (Brynjar)
4. maí - föstudagur Algebra II (Kári)
5. maí - laugardagur
6. maí - sunnudagur
7. maí - mánudagur: Varmafræði (Brynjar), Stærðfræðigreining IIA (Kári)
8. maí - þriðjudagur
9. maí - miðvikudagur
10. maí - fimmtudagur

11. maí - föstudagur: Þroskunarfræði (Anna María), Vélhlutafræði (Brynjar)
12. maí - laugardagur: Ónæmisfræði (Anna María), Netafræði (Kári)
13. maí - sunnudagur
14. maí - mánudagur
15. maí - þriðjudagur Töluleg greining (Brynjar)

16. maí - miðvikudagur
17. maí - fimmtudagur
18. maí - föstudagur: Anna María til Köben
19. maí - laugardagur
20. maí - sunnudagur: Anna María til Bangkok!

Setjið ykkar próf hér inn og við komumst í gegnum þetta saman eins og alltaf!!!

miðvikudagur, 18. apríl 2007

Hve svöl er þessi mynd???


Það eru ekki margir aðrir en Anna Úrsúla sem að púlla að vera í fínum kjól á HSÍ hófinu með blóðugt hægra hauga en samt lúkka FAB;) he he good times, good times
skemmtileg orðanotkun í þessari færslu...finnst ykkur ekki??

sunnudagur, 15. apríl 2007

Þó að það séu próf...

...þá er óþarfi að vera svona við lok þeirra


fimmtudagur, 12. apríl 2007

Gleðilegan VOTUR!!!

já, fimmta árstíðin er gengin í garð!! VOTUR....millistig VORS og VETURS...þetta er leiðindatímabil sem einkennist af því að veðrið getur ekki ákveðið sig hvort það eigi að vera gott eða vont, sem þýðir að það er rigning, sól, rok, slydda, hagl og blíða til skiptis og stundum allt í bland! algerlega óútreiknanlegt! fór til dæmis út í opnun skóm og á peysunni í morgun í blíðu og sól í skólann en kom svo út í hagl og rok eftir skóla (fór aðeins í einn tíma)!!


en já, þetta leiðinda millibilsástand verður vonandi ekki lengi...vonum að vorið með grænkandi gras og tré fari að koma....ég get allavegana ekki beðið þar til ég geng út úr síðasta prófinu og tek allt í einu eftir því að allt er orðið grænt og fallegt!! SUMAR!!!

Jæja, back to the books....

Anna María

sunnudagur, 8. apríl 2007

Þessu mistuð þið af!!!!!

Sjáið þennan......hvern haldið þið að hann sé að leika?????
(þið sem voruð í bústaðnum megið ekki svara)

þriðjudagur, 3. apríl 2007

Partý Partý

Ykkur er boðið í partý á föstudaginn langa 6. apríl að Neshaga 8 um kl 21


Hlakka til að sjá ykkur öll í góðu stuði

Kveðja
Anna María

sunnudagur, 1. apríl 2007

Bústaður

Það þarf að fara að negla niður tímasetningu á þessa bústaðarferð.....Það er bannað að humma þangað til þessu verður aflýst.