laugardagur, 21. apríl 2007

þessi tími kominn einu sinni enn...

Er ekki komið að þessari blessuðu prófatörn aftur....?

23. apríl -Mánudagur
24. apríl - þriðjudagur
25. apríl - miðvikudagur
26. apríl - fimmtudagur
27. apríl - föstudagur
28. apríl - laugardagur
29. apríl - sunnudagur
30. apríl - mánudagur: Framleiðsluferli (Brynjar), Íslensk beygingar- og orðmyndunarfræði (Kári)
1. maí - þriðjudagur: Anna Úrsúla 22 ára!

2. maí - miðvikudagur: Þróunarfræði (Anna María)
3. maí - fimmtudagur: Sveiflufræði (Brynjar)
4. maí - föstudagur Algebra II (Kári)
5. maí - laugardagur
6. maí - sunnudagur
7. maí - mánudagur: Varmafræði (Brynjar), Stærðfræðigreining IIA (Kári)
8. maí - þriðjudagur
9. maí - miðvikudagur
10. maí - fimmtudagur

11. maí - föstudagur: Þroskunarfræði (Anna María), Vélhlutafræði (Brynjar)
12. maí - laugardagur: Ónæmisfræði (Anna María), Netafræði (Kári)
13. maí - sunnudagur
14. maí - mánudagur
15. maí - þriðjudagur Töluleg greining (Brynjar)

16. maí - miðvikudagur
17. maí - fimmtudagur
18. maí - föstudagur: Anna María til Köben
19. maí - laugardagur
20. maí - sunnudagur: Anna María til Bangkok!

Setjið ykkar próf hér inn og við komumst í gegnum þetta saman eins og alltaf!!!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

19.maí Gerður byrjar í prófum :) Supply Chain Management

er nebblega ekki með aðgang og víst ekki enn hluti af þessari grúbbu ef marka má meðlimaskrá sem er getið um á síðunni :( á ég að taka þetta sem e-h "signi"....

Eva Margrét sagði...

Gerður mín þetta er allt að koma hjá þér;) komin nokkur komment og svona, greinilegt að við erum í blogghringnum!!! nú er bara kominn tími til að senda vinaboð á þig held ég!!!Hvernig sem það er gert!!!STÍNA nennir þú ekki að gera það:)

Nafnlaus sagði...

Brynjar sagðist vera búinn að því.

Kári sagði...

Það var fyrir tæpum mánuði, nú hef ég gert það aftur. Þá er bara spurning um að skoða heita póstinn sinn, Gerður.

Gerdur sagði...

Jæja þá er ég ekki með neina afsökun lengur komin með aðgang :)
Takk elskurnar

Þorsteinn Snæland sagði...

velkomin Gerður!

Brynjar sagði...

Glæsilegt!

Anna María sagði...

Alltaf er mar nú læra e-ð nýtt...í mestu ró og makindum var ég að lesa í þroskunarfræði og var í kafla sem fjallaði um það hvernig kynfærin myndast (skemmtilegasti kaflinn) og þá rakst ég á þetta:

Á áttunda áratugnum fundu menn hóp fólks í litlu þorpssamfélagi í Dóminíkanska lýðveldinu sem bar erfðagalla sem lýsti sér í því að ensímið sem á fósturskeiði breytir testósteróni í dihydrotestosterón var óvirkt. Þetta olli því að einstaklingar með XY arfgerð voru með ytra svipfar stúlkna við fæðingu en innri líffærin voru karlkyns!!!

Hins vegar verða kynfæri þessarra einstaklinga næm fyrir testósteróni þegar kemur á kynþroskaaldur og þá karlgerast ytri kynfærin, - stúlkurnar breyttust í drengi.


Hversu ógeðslegt er það að vera e-ð 10, 11 ára og allt í einu byrjar að vaxa á manni typpi!!!!!!?

Þorsteinn Snæland sagði...

þetta minnir mig á stelpu sem var í mýró eða var það myndin um flugu-manninn.

Kári sagði...

Hvernig er það, Anna María, báru allir þorpsbúar þennan erfðagalla?

Mér fyndist það mjög sniðugt, að hafa öll börn undir tíu ára aldri kynlaus.

Anna María sagði...

veit það ekki, það fylgdi ekki með sögunni, en það getur varla verið, hvernig gátu þau þá fjölgað sér ef það eru allir karlkyns...
hlýtur að hafa verið víkjandi galli