sunnudagur, 1. apríl 2007

Bústaður

Það þarf að fara að negla niður tímasetningu á þessa bústaðarferð.....Það er bannað að humma þangað til þessu verður aflýst.

29 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var einhver bústaðaferð ákveðin í gærkvöldi?

Stína Jóna sagði...

jámms..ég er til. það er engin sérstakur dagur sem er betri en annar. svo bara hvenær sem er, bara að við förum:)

Nafnlaus sagði...

Það er bara alltaf verið að ræða þetta. Mér finnst að við eigum að ákveða að fara og hvenær það er best.

Stína Jóna sagði...

ok....hvað með miðvikudaginn 4., fimmtudaginn 5., mánudagurinn 9.??? það er partí hjá önnu maríu 6. föstudagurinn langi og ég veit ekki alveg hvort maður á að vera að fara laugardaginn fyrir páskadag. þetta er alla vega það sem mér datt í hug:)

Stína Jóna sagði...

var samt að spá hvort hemmi væri ekki alveg með í þessu eða erum við að skipuleggja þetta án hans og eitthvað sem er kannski ekki hægt???

Nafnlaus sagði...

Ég er geim í allt, þó að maður hafi líka heyrt rosalegar sögur af bústaðinum hans Þossa.

Eva Margrét sagði...

úff og púff það er að styttast í prófið hjá mér....gæti verið að ég væri beilerinn í þessari ferð...það er nú bara dæmigerð ég svo að það kemur fáum á óvart!!!

Anna María sagði...

ég verð líka að vera leiðinleg og segja að ég geti ekki komið :( en ég mun taka á því á föstudaginn, læt það duga núna :)

Stína Jóna sagði...

ég var ekki beint að hugsa þessa ferð sem eitthver kreisí bústaðarferð, meira svona sem afslöppun út í sveit með grill, bjór, heitan pott og vini. bara svona aðeins áður en maður leggur í hann alveg á fullu:) ég var ekkert að plana brjálað fyllerí og þynnku frekar eins og þið hafðu það í sumar...rólegheit og vöfflubakstur. jæja, ég er búin að segja nóg, segi þá miðvikudaginn eða fimmt. ef við ætlum að fara:)

Eva Margrét sagði...

já þetta hljómar nefnilega alveg fáránlega vel en 20.apríl nálgast MJÖG hratt;) verð bara að sjá til!!

Stína Jóna sagði...

jæja...verð reyndar að skrifa eitt í viðbót, því ég spurði ÖNNU ÚÚÚ og hún segist alltaf vera til í bústað:)

Eva Margrét sagði...

ohh líður eins og ég sé geðveikur beiler... en þetta fær mann til að lesa meira og stefna að því að komast. Mig langar svo mikið

Brynjar sagði...

Mér líst vel á þessar dagsetningar hjá Stínu. Fimmtudagurinn hljómar vel (held ég). Ég er líka sammála því að þetta verði róleg og stutt ferð.

Bara bjór, grill, pottur og náttúran í góðra vina hópi.

(og auðvitað að hlaupa allsber út um allt og velta sér um í snjónum þegar maður er kominn á annan eða þriðja bjór)

Nafnlaus sagði...

sorry kids en ef það er verið að gera ráð fyrir mér í þessa ferð þá kemst ég ekki 5.,6. og 7. þar sem ég er að fara á tónleika 5. og svo er Aðalfundur fjölskyldunnar upp í bústað 6.-7. einnig er mjög gaman að þetta komst allt í eina skemmtilega setningu,ekki satt.

Stína Jóna sagði...

eigum við að reyna að festa fimmtudaginn...veit að anna ú þarf að ath með hvenær æfingaleikur hjá þeim er annars er hún laus. hemmi, þú verður eiginlega að hafa síðasta orðið:)

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus sagði...

Hemmi, hvað segirðu um málið

Nafnlaus sagði...

Ég er til í fimmtudaginn, en þar sem forföll virðast vera mikil þann dag dettur mér í hug hvort sniðugra að færa þetta fram til mánudagsins 9., sem er annar í páskum.

Hvað finnst fólki um það?

Nafnlaus sagði...

Mér líst perónulega betur á þann dag.

Nafnlaus sagði...

ok...fimmtudagurinn þá komast hemmi, binni, ég og anna pottþétt. Anna María og Eva eru búnar að afboða sig, eða Eva er að hugsa málið. Ég vil frekar fimmtudaginn en kemst alveg líka 9. en veit þá ekki með Önnu Ú.

Eva Margrét sagði...

hugsi hugsi hugsi hugsi;)

Nafnlaus sagði...

Fimmtudagurinn er orðinn nokkuð góður núna. Það komast flestir held ég.

Einhver andmæli?

Eva, þú getur komið um kvöldmatarleitið og farið snemma heim á föstudaginn. Ég þarf líka að fara snemma.

Nafnlaus sagði...

ég er með binna. þá að fara fimmtudaginn og að fara snemma föst:)

Eva Margrét sagði...

Já það er frekar góð hugmynd;) Held að ég verði að skella mér ég get ekki látið ykkur fara án mín....persónulega finnst mér ég of mikilvægur hlekkur!!! EN ég lofa engu (ógeðslega góð með sig)...sé til hvernig gengur:)
knúsí knús

Nafnlaus sagði...

jæja, þá ætla ég austur í dag og vona að þið komið öll á morgun:) veriði í bandi!

Eva Margrét sagði...

Steiner bara farin:( gott trix hjá henni til að fá okkur til að koma!!!!GO STÍNA

Nafnlaus sagði...

Steiner er voða karlmannlegt nafn. Á engan vegin við Stínu.

Eva Margrét sagði...

Hvað meinaru???Mér finnst það þokkalega cool nafn!!!

Þorsteinn Snæland sagði...

ömurlegasta nafn sem ég hef heyrt þessa vikuna.. er ekki stína nógu töff!