miðvikudagur, 23. maí 2007

Nokkrar skemmtilegar staðreyndir

  • Kynlíf skiptir ekki öllu máli í sambandi en hins vegar er það oftar en ekki límið sem heldur fólki saman og meira en helmingur langtímasambanda (sjötíu og e-ð prósent) þar sem kynlíf er ekki hluti af sambandinu fer í súginn.

  • Ef að stelpa vill ekki njóta kynlífs með þér og notar hausverkjaafsökunina þá skalt þú benda henni á að við fullnægingu framleiðir heilinn endorfín sem er mjög öflugt verkjalyf og auk þess losar kynlíf um spennur sem hindra eðlilegt blóðflæði um heilann.
  • Kynlíf er "fegrunaraðgerð" fyrir konur en við kynlíf verður til hormón sem lætur hárið glansa og skinnið verða mýkra.
  • 72% (breskra) kvenna fíla "bláar-myndir" en þær þora yfirleitt aldrei að viðurkenna það (ég þori að veðja að hlutfallið sé enn hærra á Íslandi).
  • Þeir karlmenn sem fá fullnægingu þrisvar í viku eða oftar eru 50% ólíklegri til að deyja vegna hjartaáfalls.
  • Kynlíf er öruggasta róandi lyf í heimi og það er 10 sinnum meira róandi en valíum
  • Kossar koma í veg fyrir að þið þurfið að fara jafn oft til tannlæknis því munnvatnið hreinsar burt óhreinindi og matarleifar í tönnunum.
  • Kynlíf er góð leið til að berjast við stíflað nef, háan hita og asma.

fimmtudagur, 17. maí 2007

I'm leaving on a jetplane.........


...........beint í hitabeltið hinum megin á hnettum
En fyrst er smá stopp hérna:


svo er það bara 12 klst flug til Bangkok....




en við sjáumst þá bara eftir mánuð

Lar korn khrap

(bless)

Anna María

mánudagur, 14. maí 2007

Fróðleikur dagsins

Hamingjan kemur að innan.

Þetta er gott að vita ef þið skylduð vera að leita annars staðar.

þriðjudagur, 8. maí 2007

Próflokadjamm

Jæja, nú styttist allsvakalega í að maður klári prófin....!
Hver er búinn á laugardaginn? Ég klára nebblega á laugardaginn en hef ekkert að gera og langar mikið að gera e-ð skemmtilegt þar sem það verður síðasta djammið áður en ég fer í mánuð til Tælands...!!
Ég er til í hvað sem er!!alveg sérstaklega dans og luftgítar

Let me know!

föstudagur, 4. maí 2007

Sooo smooth

Hvaða stelpur fíla þetta ekki?

you had me at 'i'm so ice cold...'

Mér finnst þetta svo fyndið svo ef þið hafið tíma þá eru mörg mjög skemmtileg myndbönd frá þessum strákum. Ég mæli þá helst með 'so uncalled for' og 'mother's day'. Góða skemmtun.

miðvikudagur, 2. maí 2007

Skot og mark

Benjamín, Katrín, Eiríkur, Sesar, Róbert, Hr. Róbinson o.fl. Hverjir muna ekki eftir þessum ógleymalegu nöfnum sem glöddu þá sem höfðu Stöð 2 fyrir allnokkrum árum síðan. Þessir þættir hétu Skot og mark og voru sýndir á laugardögum í kringum hálf ellefu á morgnanna.

Ógleymanlegt atvik í landskeppninni á Ítalíu þegar Sesar krumpar gosflöskuna. Líka þegar Benjamín skorar úrslitamarkið í úrslitaleiknum með arnarskotinu. Það var svo fast að það kom gat á netið og boltinn myndaði svart far á vegginn aftan við markið. Annað atriði þegar Sesar eða einhver annar skaut svo fast að marki okkar manns. Skotið var það fast að markmaðurinn sem varði það, hélt ekki boltann, heldur rann aftur á bak með boltann á milli handanna. Þá komu nokkrir liðsfélagar og ýttu á bakið á markmanninum þannig að hann myndi ekki renna með boltann inn í markið.

Góð frönsk síða með nokkrum þáttum!!


http://www.dailymotion.com/videos/relevance/search/Moero!+Top+Striker/1