miðvikudagur, 2. maí 2007

Skot og mark

Benjamín, Katrín, Eiríkur, Sesar, Róbert, Hr. Róbinson o.fl. Hverjir muna ekki eftir þessum ógleymalegu nöfnum sem glöddu þá sem höfðu Stöð 2 fyrir allnokkrum árum síðan. Þessir þættir hétu Skot og mark og voru sýndir á laugardögum í kringum hálf ellefu á morgnanna.

Ógleymanlegt atvik í landskeppninni á Ítalíu þegar Sesar krumpar gosflöskuna. Líka þegar Benjamín skorar úrslitamarkið í úrslitaleiknum með arnarskotinu. Það var svo fast að það kom gat á netið og boltinn myndaði svart far á vegginn aftan við markið. Annað atriði þegar Sesar eða einhver annar skaut svo fast að marki okkar manns. Skotið var það fast að markmaðurinn sem varði það, hélt ekki boltann, heldur rann aftur á bak með boltann á milli handanna. Þá komu nokkrir liðsfélagar og ýttu á bakið á markmanninum þannig að hann myndi ekki renna með boltann inn í markið.

Góð frönsk síða með nokkrum þáttum!!


http://www.dailymotion.com/videos/relevance/search/Moero!+Top+Striker/1




13 ummæli:

Eva Margrét sagði...

SKO þetta voru SVO góðir þættir..ég var ein af þeim sem að var ekki með stöð 2 og SERIOUSLY þá lagði ég það á mig að taka strætó til ömmu og afa til að horfa á þessa þætti..fattaði samt aldrei neitt í stelpunni sem var alltaf í ballet af hverju var hún ekki frekar með strákunum í fótbolta??? fannst það miklu meira spennandi..en það eru víst ekki allar svona miklar stráka-stelpur eins og við vinkonurnar vorum.. (nú er ég bara farin að tala í hringi og ætla hér eftir að æfa mig í stuttum kommentum)

Nafnlaus sagði...

þetta er svo mikil snilld að það nær engri átt!

vel gert Andri

Stína Jóna sagði...

Vá, loksins loksins veit ég hvað þið eru að tala um. Þið hafið nokkrum sinnum minnst á barnaefni hérna og annarsstaðar frá æsku ykkar og ég hef aldrei einu sinni haft tækifæri til þess að kveikja nema núna. Ég man vel eftir þessum þættum og ég nýtti hvert einasta tækifæri þegar ég kom til Íslands í heimsókn til þess að horfa á þá!! Mér fannst þessir þættir algjört snilld...takk fyrir þetta Andri.

Kári sagði...

Töff.

(Svona gerir maður þetta, Eva.)

Brynjar sagði...

:)

Brynjar sagði...

Sjitt hvað þáttur 1 er ööööömurlegur

Eva Margrét sagði...

takk kári

Anna María sagði...

hirru vitið þið hvað, óli fann þættina "Einu sinni var" um mannslíkamann á íslensku á netinu!! þvílík snilld!! skot og mark voru líka hörkuþættir - hvað varð um gott barnaefni?? hef einstaka sinnum horft á þetta á laugardags og sunnudagsmorgnum ef ég nenni ekki á fætur og þetta er bara endalaust rugl!!

Nafnlaus sagði...

Frábært Andri, gott hjá þér.

En segðu mér, hvar fannstu þetta?

P.S. Ég verð að fara að fá aðgang á þessa síðu

Anna María sagði...

hehe...Eva, ég hélt alltaf mikið upp á stelpuna í balletinum, fannst hún svo fín og sæt og langaði alltaf að vera eins og hún svo ég fór á belletæfingu! þá fyrstu og síðustu!! ég kom grútfúl til baka, djöfull fannst mér þetta leiðinlegt! sagði sko við pabba þegar hann náði í mig að ég ætlaði ALDREI aftur í þetta...enda endaði ég í handbolta - aðeins meira action!!

Eva Margrét sagði...

Ég æfði sko ballet í eitt ár..næ því ekki enn hvernig ég fór að því!! Held að allir hafi verið ánægðir þegar ég hætti;)

Nafnlaus sagði...

Ég fíla stelpur sem vilja action.... hehehehehe (perrahlátur)

Kári sagði...

Það eru alltaf gullmolar sem koma upp í barnaefni. Líka á 21. öldinni.