þriðjudagur, 8. maí 2007

Próflokadjamm

Jæja, nú styttist allsvakalega í að maður klári prófin....!
Hver er búinn á laugardaginn? Ég klára nebblega á laugardaginn en hef ekkert að gera og langar mikið að gera e-ð skemmtilegt þar sem það verður síðasta djammið áður en ég fer í mánuð til Tælands...!!
Ég er til í hvað sem er!!alveg sérstaklega dans og luftgítar

Let me know!

13 ummæli:

Brynjar sagði...

Það er bannað að djamma á laugardaginn. Annars myndi ég blanda spyrja Snæland út í það hvað skal gera um helgina. Hann er frekar neikvæður á það að vera búinn á laugardaginn

Nafnlaus sagði...

Ég klára á fimmtudag, þannig að ég er kaldur fyrir júróvisíón það kvöld og svo má alveg skoða laugardagskvöldið líka

Eva Margrét sagði...

OK HALLÓ við vorum ekkert eðlilega hressar þetta kvöld Anna María..;) vona að líffræðingarnir séu búnir að jafna sig á þessari stórfurðulegu manneskju sem að crashaði árshátíðina þeirra..he he

Eva Margrét sagði...

annars klára ég 15.mai:(

Brynjar sagði...

15. maí er besti dagurinn til að klára.

Brynjar sagði...

Ha ha, ég þekkti þig ekki á myndinni Eva.

Eva Margrét sagði...

þetta er heldur ekki ég þetta er djammtrylltablindfullanýbúinaðtapabikarleikluftgítarlíffræðiárshátíðsboðflenna Eva Margrét

Brynjar sagði...

ok, af hverju var mér ekki boðið?

Ég var að heyra að líffræðin væri tilvalinn vettvangur fyrir alræmda hösslera eins og mig.

Anna María sagði...

þér var boðið, þetta var í félagsheimilinu sama kvöld og það var e-ð gróttudæmi í hátíðarsalnum..ég kom nokkrum sinnum yfir til að spurja hvort þið vilduð koma!

Eva Margrét sagði...

eitthvað dæmi!!! það var tapveisla eftir bikarúrslitaleikinn...ég var eina sem að hafði áhuga á því að kynnast líffræðingunum og sé sko ekki eftir því;)

Anna María sagði...

http://www.youtube.com/BirnaDanielsdottir
hér eru ansi hressir og skemmtilegir og nett ruglaðir og skrítnir líffræðingar!

og ég er að fara með þeim til Tælands...það verður skrautlegt!

Anna María sagði...

já og ég held að skólafélögum mínum hafa brugðið soldið þegar þið komuð hehe...það var demba úti svo þið settuð treflana ykkar yfir hárið og voruð eins og múslimar og svo komuð þið inn og sögðum shalom við alla :) hahaha..það var svo fyndið og svo tókum við dansgólfið af þeim! snilld! :)

Brynjar sagði...

Já, ég komst ekki á þetta Gróttukvöld. Var ábyggilega að vinna, annars hefði ég að sjálfsögðu kíkt yfir til ykkar.