miðvikudagur, 21. mars 2007
ég er orðin spennt!!!
Sælinú!
langaði aðeins að tjá mig um það hvað ég er orðin hrikalega spennt fyrir svaðilförinni minni sem ég fer í eftir tvo mánuði!! Er búin að fara í allar bólusetningarnar og er líka eins og gangandi nálapúði....svo þarf ég að taka malaríutöflur allan tímann þarna og éta ofnæmislyf bara til öryggis...ætli ég þurfi svo ekki að taka e-r lyf til að hafa stjórn á maganum og öllu í því kerfi þar sem ég mun borða AAALLT öðruvísi mat en ég er vön...úff og þið sem þekkið mig vitið að það er ekkert auðvelt að koma hverju sem er upp í mig! Ætli ég eigi ekki eftir að lifa á hrísgrjónum og ávöxtum...þeim sem ég þori að borða!
Anyways...langaði líka að segja ykkur frá því nýjasta sem ég var að ákveða að gera þarna úti og það er að fara í búddamusteri þar sem munkar ala upp tígrisdýr...
http://www.tigertemple.org/Eng/index.php
Jams...annars eru það bara fjallgöngur í frumskógum og leðjuskógum, fílareið og kóralskoðun....svo síðustu vikuna er afslöppun á einhverri af eyjunum á þessari síðu
http://www.phuket.com/islands/index.htm
annars erum við líka að vinna í því að kíkja yfir til Kambódíu...ekkert ákveðið samt!
Annars er ég orðin of spennt! Takk fyrir að hlusta...varð að koma þessu af mér :)
Kveðja
Anna María
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
ég hef heyrt mikið um þetta munkadæmi og tígrísdýrin. það er örugglega hrikalega gaman að fara þangað!
ekki að hitt verði leiðinlegt.
Ég væri alveg til að fara til einhvers framandi lands.
t.d. vestmannaeyjar
já, ég er ekki afbrýðisöm. það verður nefnilega ekkert leiðinlegt hérna heima hjá mér meðan þú ert úti að baða þig í sólinni með tígrisdýrunum! jeeee ræt;)
já og svo áttu afmæli á meðan ég er úti...ég lofa kaupa e-ð flott og framandi handa þér
t.d. tígrísdýr
Ég tók meðvitaða ákvörðun um að lesa þessa færslu ekki. Held að ég muni ekki höndla það.
Skrifa ummæli