miðvikudagur, 20. júní 2007

Guðjón

Andri, Anna María og aðrir áhugamenn um, hinn feikivinsæla brandarasafnara og grunnskólakennara, Guðjón Inga Eiríksson ættu að hafa augun opin við lestur Blaðsins á morgun.
---
Uppfært:

Ég er bjartsýnn á að Andri hafi tök á því að lesa Blaðið en hér kemur þetta:

Myndatexti: Kaupmannahöfn: Íslenskum ferðamanni var ógnað með leikfangabyssu.

Íslenskur ferðamaður í Kaupmannahöfn:
Horfði ofan í byssuhlaup
Guðjón Ingi Eiríksson, íslenskur ferðamaður í Kaupmannahöfn, var í anddyri hótels skammt frá miðborg Kaupmannahafnar í fyrrakvöld þegar þjóf, vopnaðan leikfangabyssu, bar að garði.
„Ég hrekk upp við að æpt er á starfsmann hótelsins,“ segir Guðjón en áður en hann vissi af horfði hann ofan í skammbyssuhlaup og honum skipað að leggjast á gólfið.
Aðspurður segist Guðjón ekki hafa verið hræddur um líf sitt. „Þetta gerðist svo hratt að maður spáði ekkert í það,“ segir hann en bætir við að þó byssan hafi verið fullóraunveruleg þá hafi hann ekki viljað taka neina sénsa. Hann segir starfsmanninn hafa náð þjófnum fyrir utan hótelið þar sem hann var að stíga upp á reiðhjól. „Hann sagði mér eftir á að hann hafi gert þetta í algjöru hugsunarleysi en hann vissi þá ekki að um leikfangabyssu væri að ræða.“

4 ummæli:

Anna María sagði...

oh, sé ekki blaðið fyrr en í hádeginu...en ég bíð spennt!

Anna María sagði...

ég fann ekkert í Blaðinu :(

Þorsteinn Snæland sagði...

binni þú verður að passa þig í Kh

Nafnlaus sagði...

ég geri það