mánudagur, 11. júní 2007

Á sumrin eru allir í stuði. Á sumrin vinnum við unga fólkið og fáum borgað fyrir það. Okkur dettur ekki í hug að hafa áhyggjur af vinnunni utan vinnutímans. Stína vinnur einmitt á … uuu … og Eva á, ja, örugglega svipuðum slóðum? Hemmi er í þarnaaa, sem hentar honum líklega mjög vel og Gerður getur ekki beðið eftir að komast í vinnuna sína. Anna María fór til Tælands og vinnur líklega ekki þar, en hún lætur hendur standa fram úr ermum í vinnunni sinni þegar hún kemur til baka. Brynjar er í góðri vaktavinnu með föllnu englunum og Andri … Þorsteinn er í þremur vinnum í sumar, síðast þegar ég taldi en ég læt mér nægja að prófarkalesa Blaðið í sumar og færi mig jafnvel yfir á Moggann í ágúst.

Þá er það komið á hreint.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er gott að vita að þú ert með þetta allt á hreinu Kári

Nafnlaus sagði...

vindurinn svíkur ekki!

Kári sagði...

Þakka hlý orð í minn garð.

Þorsteinn Snæland sagði...

enda með nýja heimreið..

Kári sagði...

Segðu.

Nafnlaus sagði...

Nú vantar bara eimreið í stíl.

Anna María sagði...

Halló halló! Komin heim í frostið! fólk var nú e-ð að tala um að það væri rosa gott veður í gær þegar ég koma...pff, þetta var nú ekki nema 1/3 af því sem ég er vön! Er e-ð á döfinni?

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim. Já við erum flest á leiðinni til Tenerife svo þú verður ein með Stínu í kuldanum.