já, fimmta árstíðin er gengin í garð!! VOTUR....millistig VORS og VETURS...þetta er leiðindatímabil sem einkennist af því að veðrið getur ekki ákveðið sig hvort það eigi að vera gott eða vont, sem þýðir að það er rigning, sól, rok, slydda, hagl og blíða til skiptis og stundum allt í bland! algerlega óútreiknanlegt! fór til dæmis út í opnun skóm og á peysunni í morgun í blíðu og sól í skólann en kom svo út í hagl og rok eftir skóla (fór aðeins í einn tíma)!!
en já, þetta leiðinda millibilsástand verður vonandi ekki lengi...vonum að vorið með grænkandi gras og tré fari að koma....ég get allavegana ekki beðið þar til ég geng út úr síðasta prófinu og tek allt í einu eftir því að allt er orðið grænt og fallegt!! SUMAR!!!
Jæja, back to the books....
Anna María
fimmtudagur, 12. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
þetta er snilld. alltaf e-ð nýtt þegar litið er út um gluggann. eins og að skipta um land nokkrum sinnum á degi hverjum.
engin ferðalög ekkert rugl. bíður bara í nokkrar mín og þá ertu kannski kominn til þýskalands!
Ég vona að þetta haldist til 15 maí svo maður geti lært (sundlaugin má ekki freista manns).
æ, fínt að taka þetta út núna...því ég vil bara fá SÓL í sumar!
já, vonandi að það verði ekki eins leiðinlegt veður og var síðasta sumar...mikið rosalega var ég búin að fá nóg af rigningunni og gráleikanum!
Ef allt annað bregst þá kíkir maður bara í ljós.
Skrifa ummæli