Jæja, maí nálgast og þá fer að bera meira á kynjaverum sem láta sjá sig tvisvar á ári, íþróttagallagimpin. Þau ganga um helztu bókasöfn bæjarins, annaðhvort á sokkunum eða í inniskóm, og í brjálæðislega „þægilegum“ fötum. Og af hverju ganga þau um? Nú, þau eru að fara á klósettið að fylla vatn á gosflöskurnar sínar. Ef gimpið er kvenkyns er alger undantekning ef hún hefur fyrir því að mála sig í framan.
Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þessi gimp eru alls ekki eins framandi halda mætti við fyrstu sýn. Já, það kemur í ljós að þetta eru vinir manns og kunningjar, fólk sem er fullkomlega venjulegt í janúar, febrúar, marz, júní, júlí, ágúst, september, október og nóvember. Þau umturnast bara í kringum próf! Og til eru dæmi þess að bera fari á þessu tveim vikum fyrir próf (sjá athugasemdir við sítt að aftan-færslu hér fyrir neðan). Þótt manni finnist þetta fólk ókunnugt verður ekki komizt hjá því að krefjast svara: „Hvað hefur komið fyrir þig?“ Svörin eru oftast á þá leið að þetta sé svo þægilegt og að ekki sé hægt að komast í gegnum próf án þess að haga sér svona.
a) Ef þetta er svona þægilegt, af hverju ekki að vera svona alltaf?
b) Ómáluð stelpa í tvær vikur skemmir fyrir hálfs árs vinnu hennar að mála sig á hverjum degi.
c) Gimpin ættu að hætta þessu helvítis bulli um að vorpróf séu rosaleg þrekraun! Og hvað, munu einhverjar þægilegar buxur koma þeim yfir erfiðasta hjallann? Eða eru fötin og málningarleysið leið til að fá aðra til að halla undir flatt og hugsa „æ, þessi er að ganga í gegnum enn eina prófatörnina, bezt að vorkenna svolítið“?
Þegar ég sé svona jogginggimp hugsa ég: „hvílíkt gimp!“
Já, þau fá mig til að nota svo til útdautt slangur.
laugardagur, 28. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Þess ber að geta að færsla þessi er lauslega byggð á gamalli færslu eftir Tobba Sig.
Heyr heyr Kári, orð í tíma töluð. Annars sé ég mér ekki fært lengur að fara upp á hlöðu vegna fólks sem þar hefur gert sig heimakomið eftir að hafa ekki sést þar allt misserið. Mér finnst að til að fá aðgangspassa til að komast á hlöðuna á prófatíma ætti fólk að hafa komið a.m.k. 10 sinnum yfir vetrartímann.
ég held mig núna bara heima....þar get ég verið í þeim fötum sem ég vil án þess að nokkur sé að pæla í því (sem sagt náttfötunum).
Þetta er góð færsla og ég er henni algjörlega sammála.
Ég byrjaði reyndar á þessu að einhverju leiti sjálfur fyrir 2 árum en sá svo hvað þetta var ótrúlega heimskulegt.
ég er alveg sammála þessum kenningum hjá þér Kári minn...hvort við erum að leitast eftir vorkunn eða hvað þá er þetta bara svo þæginlegt, þarft ekkert að spá í einu né neinu....svo verður maður líka svo sætur og fínn eftir prófin þegar maður fer svo að taka til hendinni :)
ég viðurkenni að ég er ein af þessum sem þú ert að tala um en reyndar er ég bara alltaf svona þegar ég er heima hjá mér, próf eða ekki próf, og ég mála mig bara þegar mig langar til þess.
Svo er ég alveg sammála hemma og þá þoli ég ekki þessa menntaskóla krakka sem mér finnst eiga ekkert heima þarna því það fer alltof mikið fyrir þeim (þá er einn eða tveir hér og þar í lagi sem eru ekki að kjafta allan tímann við hliðina á mér) þess vegna held ég mig líka heima.
gangi ykkur vel:)
Skrifa ummæli